Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 14:11 Reykjahlíð í Mývatnssveit er einn af byggðarkjörnunum sem mynda hið nýja sveitarfélag. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“ Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mun sameiningin taka gildi þegar ný sveitarstjórn tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá verður til stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, rétt rúmlega tólf þúsund ferkílómetrar að stærð með rúmlega 1.300 íbúa. Teymið sjái um að halda á boltunum Samkvæmt staðfestri samþykkt um stjórn hins sameinaða sveitarfélags er ekki gert ráð fyrir að ráðinn verði einn sveitarstjóri til að sjá um framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, eins og venjan hefur verið hingað til í sveitarfélögum landsins. Ferðamennska leikur lykilhlutverk í atvinnumálum hins nýja sveitarfélags.Vísir/Vilhelm Þess í stað er reiknað með að þrír sviðsstjórar sem muni fara með stjórn stjórnsýslusviðs, fjölskyldusviðs og nýsköpunarsviðs myndi framkvæmdastjórn ásamt einum kjörnum fulltrúa sem valinn er af sveitarstjórn. Í samþykktinni segir að sveitarstjórn muni veita sviðsstjórnum þremur umboð til að leiða verkefni sveitarfélagsins. „Í grundvallaratriðum þá fer þessi framkvæmdastjórn sameiginlega með þessi verkefni sem framkvæmdastjórinn væri jafnan ábyrgur fyrir,“ segir Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, um hið nýja fyrirkomulag í samtali við Vísi. „Í staðinn fyrir að vera með einn sem á að halda á öllum boltunum þá sé þetta teymishugsun,“ segir hann. Mývatn, ein helsta náttúruperla landsins, er í hinu nýja sveitarfélagi.Vísir/Vilhelm. „Ef maður ber þetta saman við hefðbundið skipulag sveitarfélag af þessari stærðargráðu sem yrði þá sveitarstjórn, byggðaráð, framkvæmdastjóri, sviðsstjórar þá ertu með miklu færri hæðir,“ segir Helgi en vonast er til þess að hið nýja skipurit tryggi skjótari boðleiðir, virkara samtal og skýrari línur í stjórn sveitarfélagsins. Hlutverk sviðsstjóranna og framkvæmdastjórnarinnar verður, líkt og í öðrum sveitarfélögum þar sem sveitarstjóri er ráðinn, að framfylgja þeirri stefnu sem ákveðin er af kjörnum fulltrúum sem mynda sveitarstjórn sveitarfélagsins. Fleiri fulltrúar en íbúafjöldinn segir til um Innviðaráðuneytið hefur jafn framt samþykkt að níu fulltrúar muni sitja í sveitarstjórn í stað sjö eins og ætti að vera miðað við íbúafjölda sveitarfélagisns, sem eins og fyrr segir verður gríðarlega víðfeðmt. „Þetta sveitarfélag er feykilega stórt að flatarmáli. Það að fulltrúarnir séu fleiri auka þá líkurnar á því að það séu raddir af öllu svæðinu,“ segir Helgi. Skoðað var hvort að fýsislegt væri að vera með heimastjórnir eins og í Múlaþingien ákveðið var þess í stað að óska eftir því að fá fleiri fulltrúa í eina sveitarstjórn. „Við ákvaðum að fara þá leið í staðinn fyrir að vera með heimastjórnir sem við mátum að gætu beinlínis unnið gegn markmiðunum um fulla sameiningu, að vera þá með fjölmennari sveitarstjórn til að auka fjölbreytnina í sveitarstjórninni,“ segir Helgi. Nýkjörin sveitarstjórn ákveður nafnið Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Mun það vera hlutverk nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum kosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið mun heita. Í apríl verða þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnum á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. „Menn eru þá komnir með almennan vilja íbúana með hvaða nafn menn vilja og einfaldi þá ákvörðun fyrir nýja sveitarstjórn en hún vissulega getur farið sínar eigin leiðir í þessu.“
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira