Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 09:01 Bjarki Már Elísson á góða möguleika á að verða markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00