Loftslagsváin kallar á aukna og græna raforkuframleiðslu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 15. mars 2022 19:00 Í síðustu viku kom út skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum. Í henni er gerð grein fyrir orkuþörf þjóðarinnar með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Í skýrslunni er einnig er farið yfir stöðuna á flutningskerfinu og orkumarkaði, framboði og eftirspurn á raforku sem og hvernig fyrirséð er að þau mál geta þróast næstu mánuði og ár. Skýrslan er ítarleg og við lestur hennar má sjá að lögð er til grundvallar vinna sem fram kom í Orkustefnu Íslands til ársins 2050 sem unnin var af þverpólitískri nefnd á síðastliðnu kjörtímabili. Þar kemur fram að það sé mikilvægt markmið í baráttunni við loftslagsvánna að orkuskipti fari fram í lofti, láði og legi. Við á Íslandi höfum þá sérstöðu að nánast ekkert jarðefnaeldsneyti er notað við raforkuframleiðslu og húshitun. Það er öfundsverð staða sem okkur ber að viðhalda. Háleit markmið í loftslagsmálum Til þess að geta staðið við háleit markmið okkar í loftslagsmálum verðum við að skoða af fullri alvöru aukna orkukosti. Þá þurfum við ekki bara að auka framleiðsluna á raforku heldur verðum við einnig að bæta flutningsleiðir þar sem flutningstakmarkanir á raforku eru verulegar á milli landsvæða. Staðan í þeim efnum er sérstaklega slæm á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins. Þegar horft er til kerfisáætlunar Landsnets um styrkingu meginflutningskerfis á Vestfjörðum er hún á langtímaáætlun en í allt of fjarlægri framtíð. Þá er betra að huga frekar að valkostum á virkjunum innan svæðis til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum. Orkuskipti á Vestfjörðum Árið2017 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um orkuskipti. Þar er vörðuð leið með það að markmiði að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Með orkuskiptum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og sjálfbærri þróun. Í aðgerðaáætluninni er talað um hagræna hvata fyrir neytendur og fyrirtæki við val á vistvænni tækni og orkugjöfum. Verkefnið Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Markmið Bláma er að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar, eins og segir á heimasíðu verkefnisins. Ýmsar raunhæfar hugmyndir hafa litið dagsins ljós. Orkuskipti í sjávarútvegi er enn á hugmyndastigi því eru tækifærin mörg. Smábátaútgerð á Vestfjörðum er tilvalin til að ýta á stað tilraunaverkefni í orkuskiptum. Yfirleitt er stutt á miðin og úthaldið því styttra í hverjum róðri. Hægt væri að beita hagrænum hvötum í þessum efnum. Línuívilnun hefur dregist verulega saman á Vestfjörðum og hægt væri að hugsa sér orkuívilnun þess í stað sem rynni til þeirra sem nýttu vistvæna orku. Þeir fengju aflaívilnun sem byggði á svipuðum grunni og línuívilnun. Þá má hugsa fleiri hagræna hvata til að flýta fyrir orkuskiptum rétt eins og er verið að gera í orkuskiptum í samgöngum. Það þarf að framleiða meiri raforku En staðreyndin er sú að til þess að hægt sé að fara í orkuskipti af alvöru þá vantar rafmagn inn á svæðið, það verður að auka raforkuframleiðslu. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Án þess getur fjórðungurinn ekki tekið þátt í loftslagsmarkmiðum stjórnvalda. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum. Í henni er gerð grein fyrir orkuþörf þjóðarinnar með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Í skýrslunni er einnig er farið yfir stöðuna á flutningskerfinu og orkumarkaði, framboði og eftirspurn á raforku sem og hvernig fyrirséð er að þau mál geta þróast næstu mánuði og ár. Skýrslan er ítarleg og við lestur hennar má sjá að lögð er til grundvallar vinna sem fram kom í Orkustefnu Íslands til ársins 2050 sem unnin var af þverpólitískri nefnd á síðastliðnu kjörtímabili. Þar kemur fram að það sé mikilvægt markmið í baráttunni við loftslagsvánna að orkuskipti fari fram í lofti, láði og legi. Við á Íslandi höfum þá sérstöðu að nánast ekkert jarðefnaeldsneyti er notað við raforkuframleiðslu og húshitun. Það er öfundsverð staða sem okkur ber að viðhalda. Háleit markmið í loftslagsmálum Til þess að geta staðið við háleit markmið okkar í loftslagsmálum verðum við að skoða af fullri alvöru aukna orkukosti. Þá þurfum við ekki bara að auka framleiðsluna á raforku heldur verðum við einnig að bæta flutningsleiðir þar sem flutningstakmarkanir á raforku eru verulegar á milli landsvæða. Staðan í þeim efnum er sérstaklega slæm á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins. Þegar horft er til kerfisáætlunar Landsnets um styrkingu meginflutningskerfis á Vestfjörðum er hún á langtímaáætlun en í allt of fjarlægri framtíð. Þá er betra að huga frekar að valkostum á virkjunum innan svæðis til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum. Orkuskipti á Vestfjörðum Árið2017 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um orkuskipti. Þar er vörðuð leið með það að markmiði að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Með orkuskiptum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og sjálfbærri þróun. Í aðgerðaáætluninni er talað um hagræna hvata fyrir neytendur og fyrirtæki við val á vistvænni tækni og orkugjöfum. Verkefnið Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Markmið Bláma er að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar, eins og segir á heimasíðu verkefnisins. Ýmsar raunhæfar hugmyndir hafa litið dagsins ljós. Orkuskipti í sjávarútvegi er enn á hugmyndastigi því eru tækifærin mörg. Smábátaútgerð á Vestfjörðum er tilvalin til að ýta á stað tilraunaverkefni í orkuskiptum. Yfirleitt er stutt á miðin og úthaldið því styttra í hverjum róðri. Hægt væri að beita hagrænum hvötum í þessum efnum. Línuívilnun hefur dregist verulega saman á Vestfjörðum og hægt væri að hugsa sér orkuívilnun þess í stað sem rynni til þeirra sem nýttu vistvæna orku. Þeir fengju aflaívilnun sem byggði á svipuðum grunni og línuívilnun. Þá má hugsa fleiri hagræna hvata til að flýta fyrir orkuskiptum rétt eins og er verið að gera í orkuskiptum í samgöngum. Það þarf að framleiða meiri raforku En staðreyndin er sú að til þess að hægt sé að fara í orkuskipti af alvöru þá vantar rafmagn inn á svæðið, það verður að auka raforkuframleiðslu. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Án þess getur fjórðungurinn ekki tekið þátt í loftslagsmarkmiðum stjórnvalda. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun