Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Tækniskólann og ME Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands fara fram þessa dagana. Meta Productions Tækniskólinn varð seinasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleikana með sigri gegn ME síðastliðinn fimmtudag. Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn
Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn