Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Tækniskólann og ME Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands fara fram þessa dagana. Meta Productions Tækniskólinn varð seinasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleikana með sigri gegn ME síðastliðinn fimmtudag. Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti
Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti