Loddaranum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 23:50 Anna Sorokin í réttarsal í New York árið 2019. AP/Richard Drew Bandarísk stjórnvöld hyggjast vísa Önnu Sorokin, einnig þekkt sem Anna Delvey, úr landi og senda hana aftur til Þýskalands. Anna gerði garðinn frægan þegar hún þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York sem féll kylliflatt fyrir blekkingum hennar. Frægð hennar náði svo nýju hámarki þegar hún varð viðvangsefni vinsælu Netflix-þáttanna Inventing Anna sem gerðu sögu hennar skil í leikinni þáttaröð. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. Hin 31 árs gamla Anna lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Barðist gegn brottvísuninni Sorokin fæddist í Rússlandi en á fjölskyldu í Þýskalandi og barðist gegn brottvísun sinni frá Bandaríkjunum í nærri heilt ár. Henni var sleppt úr haldi á dögunum og greinir The New York Times frá því að vinir hennar sem ræddu við hana á mánudag staðfesti að til standi að senda hana úr landi. Blake Cummings, sem stýrði Instagram-reikningi hennar, á meðan hún var í gæsluvarðhaldi, segir að Sorokin hafi seint reiknað með því að brottvísunin yrði að möguleika. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2014. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri erfingi mikilla auðæfa. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 bandaríkjadala eða um 26.468 íslenskra króna. Fékk yfirdrátt út á fölsuð skjöl Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Bandaríkin Netflix Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49 Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Frægð hennar náði svo nýju hámarki þegar hún varð viðvangsefni vinsælu Netflix-þáttanna Inventing Anna sem gerðu sögu hennar skil í leikinni þáttaröð. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. Hin 31 árs gamla Anna lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Barðist gegn brottvísuninni Sorokin fæddist í Rússlandi en á fjölskyldu í Þýskalandi og barðist gegn brottvísun sinni frá Bandaríkjunum í nærri heilt ár. Henni var sleppt úr haldi á dögunum og greinir The New York Times frá því að vinir hennar sem ræddu við hana á mánudag staðfesti að til standi að senda hana úr landi. Blake Cummings, sem stýrði Instagram-reikningi hennar, á meðan hún var í gæsluvarðhaldi, segir að Sorokin hafi seint reiknað með því að brottvísunin yrði að möguleika. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2014. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri erfingi mikilla auðæfa. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 bandaríkjadala eða um 26.468 íslenskra króna. Fékk yfirdrátt út á fölsuð skjöl Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd.
Bandaríkin Netflix Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49 Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49
Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41