Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 11:01 Victoria Azarenka reyndi að halda keppni áfram en átti í miklum erfiðleikum með það. AP/Mark J. Terrill Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a> Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a>
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira