Tilkynning barst um atvikið um klukkan níu og voru engar umferðartafir vegna þessa, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu.
Eldur kviknaði í bíl við Mjódd
Eiður Þór Árnason skrifar

Ökumaður ók bíl utan í vegrið á Breiðholtsbrautinni með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í bílnum nærri Mjódd. Engin slys urðu á fólki og náði slökkvilið fljótt að slökkva eldinn.