Eins og við var búist var Marcus Rashford ekki valinn í hópinn. Samherji hans hjá Manchester United, Jadon Sancho, hlaut heldur ekki náð fyrir augum Southgates. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker, leikmanni Manchester City.
Marc Guéhi, 21 árs varnarmaður Crystal Palace, er í fyrsta sinn í enska hópnum. Hann hefur leikið fjölda yngri landsleikja og varð meðal annars heimsmeistari með U-17 ára landsliði Englands 2017. Guéhi er uppalinn hjá Chelsea en Palace keypti hann fyrir átján milljónir punda síðasta sumar.
Here it is... your #ThreeLions squad for March!
— England (@England) March 17, 2022
Fikayo Tomori, sem hefur leikið mjög vel með AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni, er ekki í hópnum. Tammy Abraham, markahæsti leikmaður Roma á tímabilinu, er hins vegar í hópnum.
England mætir Sviss 26. mars og Fílabeinsströndinni þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á Wembley.