„Ég handabraut mig í fagnaðarlátunum. Beinin mín hljóta að vera að mýkjast eitthvað, ég man ekki eftir atvikinu,“ sagði Lampard í samtali við Amazon að leik loknum.
„Þetta var algjörlega frábært kvöld og við þurfum á svona kvöldum að halda. Andi og samheldni og leikmennirnir stigu upp í kvöld. Þetta var ekki kvöld af miklum gæðum eða rólegheitum. Þetta skipti alla á vellinum svo miklu máli og við fundum fyrir því. Ég vil að við nýtum okkur andrúmsloftið þegar það er svona.“
Allan, miðjumaður Everton, fékk að líta beint rautt spjald undir lok venjulegs leiktíma við litla hrifningu leikmanna og stuðningsmanna Everton. Lampard segist ekki vera sammála því að brotið hafi verðskuldað rautt spjald.
„Stuðningsmennirnir okkar vildu sjá ástríðu. Við sýndum hvað við getum verið í kvöld. Ég held að þetta sé ekki rautt spjald. Er þetta gult? Já. Er þetta á mörkunum? Mögulega. En þetta voru ekki augljós mistök. Þetta var röng ákvörðun og nú er Allan ekki með okkur í næstu þrem leikjum,“ sagði Lampard að lokum.