Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2022 06:30 Innsetningin „Skák og mát gegn heiminum“ á Fallas-hátíðinni í Valencia á Spáni. epa/Juan Carlos Cardenas Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira