Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 11:59 Dómurinn féllst á kröfu stúdentsins um að miða ætti framlag í lífeyrissjóð við 11,5 prósent. Hann féllst þó ekki á að miða ætti bætur við meðallaun viðskiptafræðinga frekar en miðgildi launa viðskiptafræðinga. Vísir/Vilhelm Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira