Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2022 12:03 Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra. Vísir Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira