Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2022 16:09 Helga Guðmundsdóttir var heiðursborgari Bolungarvíkur. Ágúst Atlason Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs.
Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38