Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 09:29 Rússnesk orrustuþota af gerðinni MIG-39 með ofurhljóðfráa eldflaug sem kallast rýtingur. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25
Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31
Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01
Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20