„Það var margt gott í leik okkar í 45 mínútur en svo einfaldlega brotnuðum við niður,“ byrjaði Sunna á að segja.
„Eflaust svolítið svipað og gerðist í bikarnum um daginn. Þegar eitthvað virkar ekki hjá okkur þá brotnum við og bæði vörn og sókn einfaldlega hrynur.“
Sunna vill meina að þetta sé andlega hliðin sem sé að klikka hjá liðinu.
„Ég held að þetta sé aðallega andlega hliðin hjá liðinu, við virðumst stundum ekki hafa trú á hlutunum. Þetta hefur gerst áður, semsagt góður sóknarleikur og varnarleikur en svo á augabragði hrynur það.“
Sunna vildi þó einnig tala um jákvæðu punktana úr leiknum.
„En þrátt fyrir þetta þá má ekki gleyma því að Valur er virkilega gott lið og vel þjálfað lið og þær spiluðu vel inn á okkar veikleika. Við erum búnar að spila vel eftir áramót og við verðum að halda áfram,“ endaði Sunna á að segja.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.