Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 19:01 Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálboðaliða sem hafa sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur . Hann segir hópinn hafa lyft grettistaki. Vísir/Sigurjón Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45