Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. mars 2022 16:30 Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Stringer/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira