Leclerc vann í Barein | Verstappen þurfti að hætta keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 17:21 Charles Leclerc fagnar sigri dagsins meðan flugeldum er skotið á loft. Twitter@F1 Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni. Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum. Formúla Barein Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum.
Formúla Barein Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira