Márquez missti stjórn á mótorhjóli sínu á 186 kílómetra hraða og fékk að launum rosalega flugferð þar sem hann og hjólið hringsnérust í loftinu.
Márquez var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en lið hans Honda greindi síðan frá því að hann hefði sloppið nánast ómeiddur út úr þessari miklu byltu.
Márquez sjálfur staðfesti það síðan á samfélagsmiðlum en sagði jafnframt hafa tekið þá ákvörðun að hvíla þar sem eftir var indónesíska mótorhjólakappakstursins.
Hér fyrir neðan má sjá atvikið frá nokkrum sjónarhornum en lukkan var ekki síst að hann lenti ekki undir mótorhjólinu sínu.
A seriously big crash for @marcmarquez93 today
— MotoGP (@MotoGP) March 20, 2022
A testament to how good modern protective gear is, we're incredibly happy to see and hear that he's OK! See you in Argentina, Marc! #IndonesianGP pic.twitter.com/GKAaOAFauw