Sport

Slapp ótrúlega vel eftir rosalega flugferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Márquez sést hér á flugi sínu eftir að hafa misst stjórnina á mótorhjóli sínu.
Marc Márquez sést hér á flugi sínu eftir að hafa misst stjórnina á mótorhjóli sínu. Samsett/Getty&Twitter

Spænski mótorhjólakappinn Marc Márquez getur þakkað góðum hlífðarbúningi og kannski heppninni líka fyrir að hafa sloppið ómeiddur úr óhappi í MotoGP keppni í Indónesíu.

Márquez missti stjórn á mótorhjóli sínu á 186 kílómetra hraða og fékk að launum rosalega flugferð þar sem hann og hjólið hringsnérust í loftinu.

Márquez var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en lið hans Honda greindi síðan frá því að hann hefði sloppið nánast ómeiddur út úr þessari miklu byltu.

Márquez sjálfur staðfesti það síðan á samfélagsmiðlum en sagði jafnframt hafa tekið þá ákvörðun að hvíla þar sem eftir var indónesíska mótorhjólakappakstursins.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið frá nokkrum sjónarhornum en lukkan var ekki síst að hann lenti ekki undir mótorhjólinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×