Sara eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank Árnason, 16. nóvember síðastliðinn, og leikurinn á föstudaginn var hennar fyrsti eftir að hún varð mamma.
Sara er á samningi hjá PUMA og íþróttavöruframleiðandinn hefur fylgst vel með henni á undanförnum mánuðum, á meðgöngunni og á leiðinni aftur á völlinn.
Eftir fyrsta leikinn í rúmt ár birti PUMA tvö skemmtileg myndbönd á Instagram-síðu sinni þar sem birtar eru svipmyndir af Söru á meðgöngunni, með Ragnar Frank og á æfingum.
Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Það er skammt stórra högga á milli hjá liðinu en það mætir Juventus í fyrri leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.