Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 11:01 Spá Watling hljómar eins og hrollvekja; saga um her sem fer frá borg til borgar og sveltir íbúa til undirgefni. AP/Rodrigo Abd Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira