Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 17:50 Að minnsta kosti tveir nemendur voru fluttir á spítala. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson Svíþjóð Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson
Svíþjóð Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira