Garðabær framtíðarinnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 22. mars 2022 09:30 Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar