Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. mars 2022 14:00 Evrópusambandið og NATO koma til með að funda í vikunni um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu en von er á hertum refsiaðgerðum gegn Rússum. Mótmælendur söfnuðust saman í Brussel í dag og viðhöfðu mínútu þögn fyrir þau sem hafa fallið frá því að innrásin hófst. AP/Geert Vanden Wijngaert Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila