Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2022 15:10 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá erfiðri reynslu sem tengist bágborinni heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en dóttir hennar var hætt komin. Meðferð á henni var fjarstýrt frá Reykjavík. Foto: Jóhann K/Jóhann K. Jóhannsson Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því. Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra. Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra.
Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00