Furðar sig á öryggisleiðbeiningum sem eru einungis á ensku Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 21:51 Eiríkur smellti mynd af leiðbeiningunum sem vöktu furðu hans þegar hann gekk hjá þeim í Árnagarði. Vísir/Vilhelm Prófessor emeritus í íslenskri málfræði furðar sig á því að lífsnauðsynlegar upplýsingar við hlið nýs hjartastuðtækis í Háskóla Íslands séu einungis á ensku en ekki íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann. Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann.
Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent