Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 23:31 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Leikurinn „Nei eða já“ er afar einfaldur. Kjartan Atli ber fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins segja nei eða já við henni, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Fyrsta fullyrðing Kjartans fjallaði um það að Philadelphia 76ers ætti ekki möguleika á titli í vor. Tómas Steindórsson sagði í upphafi að miði væri möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn liðsins myndu stíga upp og spila sinn allra besta leik í úrslitakeppninni. Hann dró þó í land eftir stutta umhugsun. „Spurningin er: „Philly á ekk möguleika á titli í ár.“ Nei, þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Tómas. Hörður Unnsteinsson var sammála Tómasi, en Sigurður Orri Kristjánsson gaf þeim að lokum níu prósent möguleika á sigri. Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju LeBron bætir stigametið, en mögulega ekki í treyju Los Angeles Lakers Að lokum var einn besti körfuboltamaður allra tíma, LeBron James, til umræðu. LeBron varð á dögunum næst stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, en hann er nú 1.440 stigum á eftir Kareem Abdul-Jabbar sem trónir á toppnum. Allir voru þeir sammála um það að LeBron mun á endanum bæta stigamet Kareems Abdul-Jabbar, en ekki voru allir sammála um það hvaða litur yrði á treyjunni hans þegar það myndi gerast. Hörður og Tómas voru reyndar á því að LeBron yrði í fagurgulri Lakers treyju þegar metið yrði slegið, en Sigurður tók aðra nálgun á málið. „Nei, það gengur ekki upp. Það verða einhver svona gömlu karla meiðsli þannig að hann nær þessu ekki á næsta ári heldur þarnæsta og þá verðu hann kominn í búning Pistons. Já hann klárar þetta hjá Pistons í Little Caesars-höllinni,“ sagði Sigurður léttur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Nei eða já“: Philly á ekki möguleika á titli Bulls vann Vucevic skiptin Jarren Jackson Jr. LeBron James endar sem sá stigahæsti í sögunni LeBron James slær stigametið í Lakers treyju
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira