Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja færa undanúrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 07:02 Undanúrslit FA-bikarsins eiga að fara fram á Wembley. Blom UK via Getty Images Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja að undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verði færður af Wembley. Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna. Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna.
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Sjá meira