Aftur til fortíðar? Skortur og raðir í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2022 08:58 Íbúar í Sankti Pétursborg bíða í röð eftir því að geta keypt dósamat og nauðsynjar þegar rúblan féll árið 1998. epa/Anatoly Maltsev Refsiaðgerðir bandamanna gegn Rússum eru farnar að bitna á almennum borgurum, sem þurfa nú að greiða töluvert meira fyrir innfluttan varning en áður, ekki síst vegna gengislækkunar rúblunnar. Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira