Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“ Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“
Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53