Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2022 14:13 Vilhjálmur og Sólveig á góðri stundu við borðið hjá sáttasemjara. Vísiri/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Skoðanaskipti Sólveigar Önnu, Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Drífu Snædal, formanns Alþýðusambands Íslands, hafa farið fram hjá fæstum. Þau hafa tekist á í pistlaskrifum á Vísi en Vilhjálmur gefur kost á sér til formanns SGS gegn Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags. Sólveig Anna, sem sest aftur í formannsstól hjá Eflingu að loknum aðalfundi í apríl, segir Vilhjálm ávallt hafa talað hátt og skýrt um þau réttlætismál sem hann brenni fyrir og verið þar eilíflega trúr og samkvæmur sjálfum sér. „Þau eru til dæmis: Leiðrétting kjara verka- og láglaunafólks í gegnum krónutöluhækkanir. Aðgerðir gegn skuldpíningu alþýðufólks vegna hins grimmilega okurs vaxta og verðtryggingar innan bankakerfisins. Uppbygging í húsnæðismálum til að almenningur geti haft þak yfir höfuðið fremur en að lifa á eilífum hrakhólum í ótryggu leiguhúsnæði. Höfnun á gerspilltri stéttasamvinnu við atvinnurekendur og undirgefni við ríkisvaldið í gegnum SALEK eða Grænbók. Öflugur vörður um sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt stéttarfélaga. Sú sjálfsagða krafa að vinnandi fólk hafi raunveruleg áhrif á stjórnun lífeyrissjóðanna sem þau eru skikkuð til að greiða í. Opin og lýðræðisleg vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar í stað pukurs og baktjaldamakks,“ segir Sólveig Anna. „Ég er sammála Villa í öllum þessu stóru málum og er þakklát fyrir að hafa haft hann sem bandamann í þeim, og þakklát fyrir hans baráttu fyrir hönd verka og láglaunafólks á Íslandi.“ Vilhjálmur tali ekki aðeins um þessa hluti í greinum, viðtölum og Facebook-statusum. „Hann talar líka um þá af óþrjótandi krafti á fundum og á þingum verkalýðshreyfingarinnar, oft við lítinn fögnuð viðstaddra. Hann stígur í pontu, og hann færir fram sín rök og stendur með sinni sannfæringu. Þetta er ólíkt mörgum forvígismönnum stéttarfélaga sem ég hef séð til á undanförnum fjórum árum, sem taka yfirleitt hvorki til máls á vettvangi hreyfingarinnar né í almannaumræðunni. Í staðinn eftirláta þeir sérfræðingaveldi skrifstofuvirkisins að ráða för.“ Þá skýtur Sólveig Anna á fulltrúa ASÍ. „Verkalýðshreyfingin hefur of lengi verið í klóm sérfræðingaveldis ASÍ, þar sem að áherslur og raddir þeirra sem vilja raunverulegar breytingar fyrir vinnandi fólk í samfélagi okkar eiga ekki upp á pallborðið. Það er kominn tími á að kjósa til formennsku í Starfsgreinasambandinu leiðtoga sem lokar sig ekki inn í skrifstofuvirkinu heldur berst af sjálfstæði, hugrekki og styrk fyrir hagsmunamálum vinnandi fólks. Sá leiðtogi er Villi Birgis.“ Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu. Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum í síðustu viku. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Skoðanaskipti Sólveigar Önnu, Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Drífu Snædal, formanns Alþýðusambands Íslands, hafa farið fram hjá fæstum. Þau hafa tekist á í pistlaskrifum á Vísi en Vilhjálmur gefur kost á sér til formanns SGS gegn Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags. Sólveig Anna, sem sest aftur í formannsstól hjá Eflingu að loknum aðalfundi í apríl, segir Vilhjálm ávallt hafa talað hátt og skýrt um þau réttlætismál sem hann brenni fyrir og verið þar eilíflega trúr og samkvæmur sjálfum sér. „Þau eru til dæmis: Leiðrétting kjara verka- og láglaunafólks í gegnum krónutöluhækkanir. Aðgerðir gegn skuldpíningu alþýðufólks vegna hins grimmilega okurs vaxta og verðtryggingar innan bankakerfisins. Uppbygging í húsnæðismálum til að almenningur geti haft þak yfir höfuðið fremur en að lifa á eilífum hrakhólum í ótryggu leiguhúsnæði. Höfnun á gerspilltri stéttasamvinnu við atvinnurekendur og undirgefni við ríkisvaldið í gegnum SALEK eða Grænbók. Öflugur vörður um sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt stéttarfélaga. Sú sjálfsagða krafa að vinnandi fólk hafi raunveruleg áhrif á stjórnun lífeyrissjóðanna sem þau eru skikkuð til að greiða í. Opin og lýðræðisleg vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar í stað pukurs og baktjaldamakks,“ segir Sólveig Anna. „Ég er sammála Villa í öllum þessu stóru málum og er þakklát fyrir að hafa haft hann sem bandamann í þeim, og þakklát fyrir hans baráttu fyrir hönd verka og láglaunafólks á Íslandi.“ Vilhjálmur tali ekki aðeins um þessa hluti í greinum, viðtölum og Facebook-statusum. „Hann talar líka um þá af óþrjótandi krafti á fundum og á þingum verkalýðshreyfingarinnar, oft við lítinn fögnuð viðstaddra. Hann stígur í pontu, og hann færir fram sín rök og stendur með sinni sannfæringu. Þetta er ólíkt mörgum forvígismönnum stéttarfélaga sem ég hef séð til á undanförnum fjórum árum, sem taka yfirleitt hvorki til máls á vettvangi hreyfingarinnar né í almannaumræðunni. Í staðinn eftirláta þeir sérfræðingaveldi skrifstofuvirkisins að ráða för.“ Þá skýtur Sólveig Anna á fulltrúa ASÍ. „Verkalýðshreyfingin hefur of lengi verið í klóm sérfræðingaveldis ASÍ, þar sem að áherslur og raddir þeirra sem vilja raunverulegar breytingar fyrir vinnandi fólk í samfélagi okkar eiga ekki upp á pallborðið. Það er kominn tími á að kjósa til formennsku í Starfsgreinasambandinu leiðtoga sem lokar sig ekki inn í skrifstofuvirkinu heldur berst af sjálfstæði, hugrekki og styrk fyrir hagsmunamálum vinnandi fólks. Sá leiðtogi er Villi Birgis.“ Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu. Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum í síðustu viku.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00
Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Hóparnir sem ráða miklu um næsta forsetaval Alþýðusambandsins Formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu (ASÍ). Það hvort VR vilji segja sig úr sambandinu ræðst meðal annars af því hvernig stjórn þess teiknast upp á næsta þingi ASÍ í október. 18. mars 2022 11:26