Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 23:15 Sólveig Birta Hannesdóttir er tólf ára. vísir Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“ Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög