Aðalheiður hefur unnið að sjálfbærnimálum við bankann frá árinu 2019, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Hún mun koma til með að vinna með starfsfólki á fjölmörgum sviðum bankans, til að mynda á fyrirtækjasviði og í áhættustýringu.
„Það verður nóg að gera nú á áratug aðgerða og munu fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Því markmiði þurfum við að ná til að tryggja afkomu og lífsgæði mannkyns til frambúðar,“ segir Aðalheiður.