Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. mars 2022 19:00 Bæði Anthony Blinken utanríkisráðherra og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu lýst því fyrr í vikunni að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Getty/Kent Nishimura Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. Að sögn Blinkens var ákveðið að saka Rússa formlega um stríðsglæpi eftir að stjórnvöld höfðu farið yfir öll þau gögn sem standa til boða en að þeirra mati eru skýr sönnunargögn um glæpi Rússa. „Frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hóf sitt tilefnislausa og óréttláta stríð hefur hann leyst úr læðingi linnulaust ofbeldi sem hefur valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu,“ segir Blinken í yfirlýsingu um málið. Breaking: The US government has formally declared that members of the Russian armed forces have committed war crimes in Ukraine, Secretary of State Antony Blinken said in a statement Wednesday. pic.twitter.com/WvJpGxYvHD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) March 23, 2022 Áður höfðu Joe Biden Bandaríkjaforseti, Wendy Sherman aðstoðarutanríkisráðherra, og Blinken sjálfur gefið það út að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. „Í síðustu viku tók ég undir yfirlýsingu Bidens forseta, út frá þeim fjölda frásagna og mynda af eyðileggingunni og þjáningunni sem við höfum öll séð, að hersveitir Pútíns hafi gerst sekir um stríðsglæpi í Úkraínu. Ég benti á að það að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur,“ segir Blinken. Hann bendir á að rússneskar hersveitir hafi skotið á íbúðarhúsnæði, skóla, sjúkrahús, bifreiðar í eigu óbreyttra borgara, verslunarmiðstöðvar og sjúkrabíla með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa látist eða særst. Hann vísaði þar til að mynda til árásarinnar á fæðingardeild sjúkrahúss í Mariupol og árás á leikhús í borginni, þrátt fyrir að fyrir utan hafi verið skrifað með skýrum stöfum „börn“ á rússnesku. Hann líkti árásum Rússa við árásir á Grozny í Tékklandi og Aleppo í Sýrlandi þar sem óbreyttir borgarar urðu fyrir árásum. „Með hverjum degi sem að hersveitir Rússa halda áfram með hrottalegar árásir sínar heldur fjöldi saklausra borgara sem látast og særast, þar á meðal konur og börn, áfram að hækka,“ segir Blinken. Hann segir árásirnar hafa hneykslað heiminn og vísaði til ummæla Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta um að hersveitir hafi „baðað Úkraínumenn blóði og tárum.“ Blinken sagði þó það í höndum dómsyfirvalda að dæma í málinu en að Bandaríkin munu áfram, ásamt öðrum bandamönnum, fylgjast með gangi mála og upplýsa um hvers kyns glæpi sem Rússar lunna að gerast sekir um. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Að sögn Blinkens var ákveðið að saka Rússa formlega um stríðsglæpi eftir að stjórnvöld höfðu farið yfir öll þau gögn sem standa til boða en að þeirra mati eru skýr sönnunargögn um glæpi Rússa. „Frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hóf sitt tilefnislausa og óréttláta stríð hefur hann leyst úr læðingi linnulaust ofbeldi sem hefur valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu,“ segir Blinken í yfirlýsingu um málið. Breaking: The US government has formally declared that members of the Russian armed forces have committed war crimes in Ukraine, Secretary of State Antony Blinken said in a statement Wednesday. pic.twitter.com/WvJpGxYvHD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) March 23, 2022 Áður höfðu Joe Biden Bandaríkjaforseti, Wendy Sherman aðstoðarutanríkisráðherra, og Blinken sjálfur gefið það út að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. „Í síðustu viku tók ég undir yfirlýsingu Bidens forseta, út frá þeim fjölda frásagna og mynda af eyðileggingunni og þjáningunni sem við höfum öll séð, að hersveitir Pútíns hafi gerst sekir um stríðsglæpi í Úkraínu. Ég benti á að það að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur,“ segir Blinken. Hann bendir á að rússneskar hersveitir hafi skotið á íbúðarhúsnæði, skóla, sjúkrahús, bifreiðar í eigu óbreyttra borgara, verslunarmiðstöðvar og sjúkrabíla með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa látist eða særst. Hann vísaði þar til að mynda til árásarinnar á fæðingardeild sjúkrahúss í Mariupol og árás á leikhús í borginni, þrátt fyrir að fyrir utan hafi verið skrifað með skýrum stöfum „börn“ á rússnesku. Hann líkti árásum Rússa við árásir á Grozny í Tékklandi og Aleppo í Sýrlandi þar sem óbreyttir borgarar urðu fyrir árásum. „Með hverjum degi sem að hersveitir Rússa halda áfram með hrottalegar árásir sínar heldur fjöldi saklausra borgara sem látast og særast, þar á meðal konur og börn, áfram að hækka,“ segir Blinken. Hann segir árásirnar hafa hneykslað heiminn og vísaði til ummæla Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta um að hersveitir hafi „baðað Úkraínumenn blóði og tárum.“ Blinken sagði þó það í höndum dómsyfirvalda að dæma í málinu en að Bandaríkin munu áfram, ásamt öðrum bandamönnum, fylgjast með gangi mála og upplýsa um hvers kyns glæpi sem Rússar lunna að gerast sekir um.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06