Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson sést hér á æfingu liðsins við hlið fyrirliðans Birkis Bjarnasonar. KSÍ Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn