KA spilar fyrstu heimaleikina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 13:30 Úr leik á Greifavellinum á síðasta tímabili. KA spilar ekki þar í sumar. vísir/Óskar Ófeigur KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA. Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH. Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH.
Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira