Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir samhug ríkja hjá íbúum Grenivíkur. Vísir/Tryggvi Páll Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“ Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“
Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19