Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 14:29 Frá Reykjahlíð við Mývatn. Vísir/Vilhelm Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. Helgi Héðinsson, sveitarsstjóri í Skútistaðahreppi, segir frá þessi í pistli til íbúa og að skoðanakönnunin fari fram dagana 4. til 19. apríl. Það verði svo á borði nýkjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina að kosningum loknum. Helgi segir að undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags hafi farið yfir umsagnir örnefnanefndar um þær átta tillögur sem undirbúningsstjórn sendi nefndinni í febrúar. „Örnefnanefnd mælti með þremur heitum og hefur undirbúningsstjórnin ákveðið að þau heiti verði lögð fyrir íbúa í rafrænni skoðanakönnun í apríl, auk heitisins Þingeyjarsveit. Örnefnanefnd mælti ekki með fleirtölumynd heitisins.“ Þær tillögur sem sendar voru til örnefnanefndar til umsagnar voru Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Könnunin mun fara fram í samstarfi við betraisland.is, með sambærilegum hætti og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar. „Þátttakendur munu skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og mun þátttökuréttur verða bundinn við þá íbúa sveitarfélaganna sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars sl. Skuggakosning mun fara fram meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna á næstu vikum og verður spennandi hvaða nafn verður hlutskarpast hjá unga fólkinu.“ Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Helgi Héðinsson, sveitarsstjóri í Skútistaðahreppi, segir frá þessi í pistli til íbúa og að skoðanakönnunin fari fram dagana 4. til 19. apríl. Það verði svo á borði nýkjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina að kosningum loknum. Helgi segir að undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags hafi farið yfir umsagnir örnefnanefndar um þær átta tillögur sem undirbúningsstjórn sendi nefndinni í febrúar. „Örnefnanefnd mælti með þremur heitum og hefur undirbúningsstjórnin ákveðið að þau heiti verði lögð fyrir íbúa í rafrænni skoðanakönnun í apríl, auk heitisins Þingeyjarsveit. Örnefnanefnd mælti ekki með fleirtölumynd heitisins.“ Þær tillögur sem sendar voru til örnefnanefndar til umsagnar voru Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Könnunin mun fara fram í samstarfi við betraisland.is, með sambærilegum hætti og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar. „Þátttakendur munu skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og mun þátttökuréttur verða bundinn við þá íbúa sveitarfélaganna sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars sl. Skuggakosning mun fara fram meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna á næstu vikum og verður spennandi hvaða nafn verður hlutskarpast hjá unga fólkinu.“
Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54