Í tilkynningu á vef bankans segir að Una hafi starfað í Hagfræðideild bankans frá árinu 2019 og meðal annars borið ábyrgð á greiningum og spám um þróun fasteignamarkaðar og einkaneyslu.
„Áður starfaði hún hjá Íbúðalánasjóði sem deildarstjóri Leigumarkaðsdeildar og í Hagdeild Alþýðusambands Íslands. Una er með M.Sc. gráðu í hagfræði og stjórnun frá Humboldt-háskóla í Berlín og B.S. gráðu frá Háskóla Íslands.
Una hefur þegar tekið við starfinu og þar með hlutverki aðalhagfræðings Landsbankans,“ segir í tilkynningunni.