Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 21:43 Blómvendir hafa verið lagðir utan við hlið Malmö Latin skólans þar sem 18 ára árásarmaður myrti tvo kennara skólans á mánudaginn. Vísir/AP Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað. Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44