Ítölsku fjölmiðlarnir: Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 09:32 Ítölsku landsliðsmennirnir svekkja sig eftir að varð ljóst að þeir væru ekki á leiðinni á HM í Katar. AP/Antonio Calanni Ítölsku landsliðsmennirnir fá sannarlega að heyra það í ítölsku fjölmiðlunum í morgun eftir að HM-draumur Ítala endaði með tapi á heimavelli á móti Norður Makedóníu í umspili HM í gærkvöldi. 11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira