Mikael braut dýra græju: „Fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 10:32 Jón Dagur Þorsteinsson á æfingu íslenska landsliðsins á Spáni. @footballiceland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson sparkaði í og braut rándýran hljóðnema eftir leik í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Jón Dagur Þorsteinsson liðsfélagi hans segir danska fjölmiðla gera meira en ella úr svona málum þegar Íslendingar eigi í hlut. Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira