Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvárfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi ekki margir skjálftar mælst eftir þann stóra í morgun. „Ekki nema þrír og sá stærsti var 2,1 að stærð.“
Hún segir að frá því að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015, sem hafi komið úr Bárðarbungukerfinu, þá komi stöku sinnum skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu.
„Það var einn stærri skjálfti sem var 22. febrúar. Hann var 4,7 að stærð þannig að við erum að fá skjálfta af svipaðri stærðargráðu og þetta alltaf af og til.“
Eruð þið að sjá einhverja kvikusöfnun?
„Það er búið að vera síðan fljótlega eftir að eldgosinu lauk, að þá er búið að vera safnast saman kvika í Bárðarbungukerfinu og þetta er líklegast bara hluti af þeirri atburðarás,“ segir Kristín Elísa. Hún segir engin merki vera um gosóróa á svæðinu.