Ísland mætir Hvíta-Rússlandi 7. apríl í Belgrad í Serbíu, vegna aðkomu Hvít-Rússa að stríðinu í Úkraínu, og svo Tékklandi í Teplice 12. apríl. Landsliðshópinn fyrir leikina má sjá hér að neðan.
Jafnframt er um að ræða síðustu mótsleikina áður en Þorsteinn velur lokahóp sinn fyrir Evrópumótið í Englandi sem fram fer í júlí, þar sem Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Belgíu og Ítalíu.
Vísir sýndi streymi frá blaðamannafundinum sem má að mestu sjá hér að neðan.
Landsliðshópurinn var tilkynntur rétt fyrir fund og snýr Sara Björk Gunnarsdóttir aftur í hópinn, í fyrsta sinn undir stjórn Þorsteins, en hún sneri nýverið aftur til leiks með Lyon eftir að hafa eignast son í nóvember.
Landsliðshópurinn:
- Sandra Sigurðardóttir - Valur - 40 leikir
- Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 7 leikir
- Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur
- Elísa Viðarsdóttir - Valur - 45 leikir
- Guðný Árnadóttir - AC Milan - 14 leikir
- Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 99 leikir, 6 mörk
- Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 44 leikir
- Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 16 leikir, 1 mark
- Sif Atladóttir - Selfoss - 86 leikir
- Hallbera Guðný Gísladóttir - IFK Kalmar - 125 leikir, 3 mörk
- Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 5 leikir, 1 mark
- Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 99 leikir, 33 mörk
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 87 leikir, 12 mörk
- Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 22 leikir, 3 mörk
- Sara Björk Gunnarsdóttir - Olympique Lyonnis - 136 leikir, 22 mörk
- Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 17 leikir, 2 mörk
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 16 leikir, 5 mörk
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 60 leikir, 9 mörk
- Agla María Albertsdóttir - BK Häcken - 44 leikir, 3 mörk
- Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 16 leikir, 6 mörk
- Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 33 leikir, 2 mörk
- Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 5 leikir
- Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk
Ísland er í harðri baráttu við Holland og Tékkland um efstu sætin í C-riðli undankeppninnar. Efsta liðið kemst beint á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Liðið í 2. sæti kemst í umspil.
Vinni Ísland báða leiki sína í apríl gæti jafntefli gegn Hollandi í lok undankeppninnar í haust dugað liðinu til að komast á HM.
Staðan og leikirnir sem eftir eru í riðli Íslands:
