Tölum um endómetríósu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. mars 2022 14:01 Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar