Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2022 14:42 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Rússlands í dag hélt Sergey Rodskoy, herforingi, því fram að flugher Úkraínu hefði næstum því verið þurrkaður út og flotinn væri ekki lengur til staðar. Hann sagði að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Úkraínumenn ættu ekkert varalið að lítið þjálfuðum sjálfboðaliðum undanskildum. Rodskoy hélt því einnig fram að margar borgir Úkraínu væru umkringdar og þar á meðal Kænugarður, sem er ekki rétt, og sagði hann markmiðið með því að koma í veg fyrir að Úkraínumenn myndu gætu sent liðsauka til Donbas. Ummæli herforingjans þykja til marks um að Rússar ætli mögulega að draga úr umfangi innrásarinnar. Hann sagði þó að aðgerðum Rússa yrði haldið áfram þar til ótilgreindum markmiðum væri náð. Segjast hafa haft tvö markmið í huga Í frétt Interfax fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rosdkoy að yfirvöld í Rússlandi hafi íhugað tvö stór markmið í Úkraínu. Annað hafi verið að taka Donbas-hérað og hitt hafi verið að taka alla Úkraínu. Sókn Rússa hefur verið stöðvuð víða um Úkraínu og við Kænugarð og suður við Mykolaiv hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir á Rússa. Rússar hafa lagt mikið púður í því að hernema allt Donbas-hérað. Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins og það gerður þeir með aðstoð Rússlands árið 2014. Taldir ætla að króa fjórðung hers Úkraínu af Í gær var sagt frá því á Vísi að sérfræðingar teldu Rússa ætla að leggja meiri áherslu á Donbas og reyna að króa af stóran hluta úkraínska hersins sem er þar. Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Gáfu tölur um mannfall í fyrsta sinn í margar vikur Fyrr í dag gáfu Rússar það út að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið í átökum í Úkraínu og 3.825 hefðu særst. Þetta er í fyrsta sinn í margar vikur sem Rússar gefa út tölur um mannfall í Rússlandi en áður höfðu þeir sagt að 498 hefðu fallið. Þessar tölur hafa þegar verið dregnar í efa en forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær áætlað að sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið. Væru særðir, týndir og handsamaðir hermenn taldir með gæti fjöldinn verið um fjörutíu þúsund. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25 Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Rússlands í dag hélt Sergey Rodskoy, herforingi, því fram að flugher Úkraínu hefði næstum því verið þurrkaður út og flotinn væri ekki lengur til staðar. Hann sagði að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Úkraínumenn ættu ekkert varalið að lítið þjálfuðum sjálfboðaliðum undanskildum. Rodskoy hélt því einnig fram að margar borgir Úkraínu væru umkringdar og þar á meðal Kænugarður, sem er ekki rétt, og sagði hann markmiðið með því að koma í veg fyrir að Úkraínumenn myndu gætu sent liðsauka til Donbas. Ummæli herforingjans þykja til marks um að Rússar ætli mögulega að draga úr umfangi innrásarinnar. Hann sagði þó að aðgerðum Rússa yrði haldið áfram þar til ótilgreindum markmiðum væri náð. Segjast hafa haft tvö markmið í huga Í frétt Interfax fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rosdkoy að yfirvöld í Rússlandi hafi íhugað tvö stór markmið í Úkraínu. Annað hafi verið að taka Donbas-hérað og hitt hafi verið að taka alla Úkraínu. Sókn Rússa hefur verið stöðvuð víða um Úkraínu og við Kænugarð og suður við Mykolaiv hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir á Rússa. Rússar hafa lagt mikið púður í því að hernema allt Donbas-hérað. Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins og það gerður þeir með aðstoð Rússlands árið 2014. Taldir ætla að króa fjórðung hers Úkraínu af Í gær var sagt frá því á Vísi að sérfræðingar teldu Rússa ætla að leggja meiri áherslu á Donbas og reyna að króa af stóran hluta úkraínska hersins sem er þar. Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Gáfu tölur um mannfall í fyrsta sinn í margar vikur Fyrr í dag gáfu Rússar það út að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið í átökum í Úkraínu og 3.825 hefðu særst. Þetta er í fyrsta sinn í margar vikur sem Rússar gefa út tölur um mannfall í Rússlandi en áður höfðu þeir sagt að 498 hefðu fallið. Þessar tölur hafa þegar verið dregnar í efa en forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær áætlað að sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið. Væru særðir, týndir og handsamaðir hermenn taldir með gæti fjöldinn verið um fjörutíu þúsund.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25 Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58
Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25
Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31
Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21