Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 18:17 Hulda Bjarkar íþróttakennari segir að frammistöðukvíði sé eðlilegur. Það skipti máli að láta börn yfirstíga hindranir, enda líði þeim betur fyrir vikið. Vísir/Vilhelm Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda. Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda.
Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira