Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 19:30 Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði í formannskjörinu en mótframbjóðandi hans fékk 60 atkvæði. Mynd/Arngrímur Örn Hallgrímsson Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið. Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31