Ungir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 20:30 Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu. vísir/sigurjón Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði. Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk. Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk.
Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira