Fyrir liggur að engir tveir sækist eftir sama sætinu og því var ákveðið að aflýsa prófkjörinu. Í tilkynningu frá flokknum segir að frambjóðendur sem enn hafi verið í kjöri vilji vinna saman og enginn ágreiningur sé um röðun á lista flokksins. Hann verður birtur í heild sinni þegar uppstillingarnefnd hefur lokið vinnu sinni.
Eftirfarandi skipa þrjú efstu sætin:
1. Ómar Már Jónsson
2. Jósteinn Þorgrímsson
3. Sólveig Daníelsdóttir